Lífræni Dagurinn


10-17:30
Elissa Auditorium & Gróðurhús
Aðgangur ókeypis
Lífræni dagurinn verður haldinn hátíðlegur í Norræna húsinu laugardaginn 20.september.
 

Lífrænir bændur og framleiðendur verða á staðnum með fjölbreytt úrval lífrænna mat- og snyrtivara – sem gestir geta smakkað, prófað og keypt. Viðburðir tengdir Lífræna deginum fara jafnframt fram víðsvegar um landið. Upplýsingar um þá viðburði er að finna á facebook síðu Lífræns Íslands.

Dagskrá í Norræna húsinu:

Kl. 10:00–14:30 – Lífrænn markaður

Kl. 10:00–11:00 – Dagskrá fyrir börn í gróðurhúsinu

Kl. 11:00–12:00 – Fræðsla um lífræna ræktun í gróðurhúsinu

Kl. 13:00 – Formleg setning Lífræna dagsins:

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, formaður VOR, og Anna María Björnsdóttir, verkefnastjóri Lífræna dagsins, flytja ávörp.

Kl. 14:30 Lífrænum markaði lokið

Kl. 15:30 – Opin sýning á heimildarmyndinni GRÓU í salnum. (meðan húsrúm leyfir).

GRÓA fjallar um lífræna ræktun á Íslandi.

Kl. 17-17:30 – Spurningar og umræður um efni myndarinnar

Plantan Bistro býður upp á íslenskan lífrænan rétt á matseðli í tilefni dagsins.

Dagskrá fyrir börn:

kl 10-11: Í gróðurhúsinu mun Anna María Björnsdóttir verkefnastjóri Lífræna dagsins vera með létta afþreyingu fyrir börn. Þar verður t.d. í boði að lita, lífrænt bingó og safnhaugagerð. Einnig verður hægt að sá fræjum í pott og taka með heim.
Anna María er verkefnastjóri hjá Lífrænu Íslandi, kvikmyndagerðakona og tónlistarkona.

Upplýsingar um aðgengi í Norræna húsinu – smellið hér.

Aðrir viðburðir