Lettneskt jólaskraut, kerti og ljóð!
13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
Hvað er líkt með lettnesku og íslensku jólaskrauti? Föndur, piparkökur & tónlist!
Lettneski skólinn í Reykjavík í samstarfi við Norræna húsið bjóða gesti og sérstaklega barnafjölskyldur velkomna á skapandi smiðju þar sem þjóðlegt lettneskt jólaskraut verður gert úr náttúrulegum efnum. Gerð verða kerti úr býflugnavaxi og hefðbundið lettneskt skraut á jólatré. Hægt er að taka þátt í leikjum með söng og dansi og hægt verður að læra lettneska jólavísu – enginn fær gjöf nema að fara með ljóð fyrir lettneska jólasveininn!
Ókeypis aðgangur og öll velkomin!
Aðgengi: Öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Aðgengi að barnabókasafni fyrir hjólastóla er í gegnum sýningarsalinn Hvelfing og gott er að biðja starfsmann á Bókasafni um leiðsögn. Viðburðurinn fer fram á lettnesku og ensku.