Leiðsögn með Tryggva Felixsyni „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“


13:00

Föstudaginn 25. október kl. 13:00 heldur formaður Landverndar Tryggvi Felixson leiðsögn um sýninguna „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ eftir Ólaf Sveinsson.
Öll velkomin- ókeypis!
Á þessari einstöku margmiðlunarsýningu með ljósmyndum, stuttmyndum og gagnvirkum upplýsingaskjám er fjallað um þær náttúruperlur sem hafa glatast og gætu glatast ef haldið verður áfram á sömu braut.

Ísland er einstakt með sinni stórbrotnu og lítt snortnu náttúru með samspili jarðhita og jökla, gljúfra og gilja, stórra fjalla og fjölmargra vatnsfalla, víðáttumikilla auðna og viðkvæms gróðurs í óbyggðum víðernum sem eiga engan sinn líka. Það eru verðmæti sem ekki verða mæld í krónum og aurum, en verða þó sífellt meiri eftir því sem þau eru látin ósnortin lengur. Átökin um þessi verðmæti hafa staðið í áratugi og mikið hefur glatast vegna stórra framkvæmda eins og orkuvinnslu.

Margmiðlunarsýningin er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar í samstarfi við Norræna húsið og Framtíðarlandið. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Landverndar.

Velkomin!

Að leiðsögninni lokinni hefst Landvernd 50 ára – Afmælishátíð og ráðstefna.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur