Photo Artwork by Marja Helander. A view of a factory in Kiruna, Sweden. There is snow and the sky is grey and orange. Smoke rises from several chimneys.

Leiðsögn með sýningarstjóra og listamönnum


14:00
Hvelfing
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna Er þetta norður? Sunnudaginn 26. janúar kl 14:00

Sýningarstjórinn Daría Sól Andrews leiðir gesti um sýninguna ásamt listamönnunum Marja Helander og Gunnari Jónssyni. 
Leiðsögnin tekur um klukkutíma og fer fram á ensku. Spurningar á íslensku eru velkomnar. 

Hver er afmörkun „norðursins“? Hvar eru landamæri Norðurheimskautsins? Hvað einkennir þau sem sem eiga heima á slóðum Norðurheimskautsins? Eru verk listamanna frá norðurslóðum alltaf unnin undir áhrifum af búsetu þeirra þar? Samsýningin Er þetta norður? kannar svörin við þessum spurningum og þar eru sýnd verk eftir listamenn frá hinu víðfeðma norðri. Þátttakendur eru Gunnar Jónsson, Anders Sunna, Máret Ánne Sara, Inuuteq Storch, Nicholas Galanin, Dunya Zakha, Marja Helander og Maureen Gruben.

Aðgengi að Hvelfingu sýningarsal er með tröppum að utan og með lyftu frá aðalhæð Norræna hússins. Að húsinu liggur rampur frá bílastæði og er sjálfvirkur hnappur á aðaldyrum hússins. Lyftan er strax á hægri hönd þegar komið er inn. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins.

Forsíðumynd: Marja-Helander, „Monchegorsk“ 2014.