photograph of a glacier, taken from above, white and blue are dominant colours

Leiðsögn með sýningarstjóra


14:00
Hvelfing
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna Ripples: Shifting Realities in the Arctic / Gárur: Umbreytingar á Norðurslóðum. 

Sýningarstjórinn Ásthildur Jónsdóttir leiðir gesti um sýninguna og fer leiðsögnin fram á íslensku og tekur um það bil klukkutíma.

Sýningin Gárur: Umbreytingar á Norðurslóðum sameinar listafólk og vísindafólk í rannsókn á djúpstæðum umhverfislegum, menningarlegum og skynrænum umbreytingum sem nú eiga sér stað á norðurslóðum. Sýningin skoðar áhrif loftslagsbreytinga á snjó, ís og jökullandslag og hvetur gesti til að íhuga samband mannsins við náttúruna og menningarlegt mikilvægi norðursins.

Listamenn: Britta Marakatt-Labba, Ivínguak Stork Høegh, Josefina Nelimarkka og Þorvarður Árnason.

Lesið meira um sýninguna – smellið hér. 

 

Upplýsingar um aðgengi má finna með því að smella hér. 
Aðgengi að sýningum Norræna hússins er ókeypis. 

Ljósmynd: Þorvarður Árnason