Kynningakvöld um stofnun fyrsta kjarnasamfélagsins á Íslandi
20:30
Kynningakvöld í norræna húsinu um stofnun fyrsta kjarnasamfélagsins á Íslandi, fimmtudagskvöldið 4.mars kl 20:30.
Kjarnasamfélag Reykjavíkur vinnur að “pilot” verkefni um sjálfbær kjarnasamfélög á Íslandi. Kjarnasamfélög (ensku: “Co-housing”) eru samfélög sem oft leggja áherslu á sjálfbærari lifnaðarhætti. Fólkið í samfélaginu ákveður hvernig hverfið þeirra á að líta út og virka. Kjarnasamfélög eru hönnuð með það markmið að byggja upp og efla tengsl milli íbúa. Þar eiga allir sitt eigið heimili, með öllu sem fólk vill hafa þar en það velur hvort það vill eiga sum rými og suma hluti með samfélaginu.
Á kynningakvöldinu verða innlegg frá Kjarnasamfélagi Reykjavíkur og svo verður tími fyrir umræður og spjall. Kynntar verða þær vinnustofur sem eru á dagskrá á árinu, en þær verða mikilvægir hlekkir í ferlinu að stofna fyrsta kjarnasamfélagið á Íslandi.
Þar sem enn eru fjöldatakmarkanir vegna covid þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á kjarnasamfelagreykjavikur@gmail.com og tekið verður frá pláss fyrir þig/ykkur. Möguleiki er að bæta við hóp/hópum ef þessi hópur fyllist þannig skráið ykkur endilega sem fyrst.
Kynningakvöldið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að vita meira um kjarnasamfélög og ferlið við stofnun þess, -engin skuldbinding við verkefnið við það að mæta.
S K Ý R I N G A R M Y N D B A N D U M K J A R N A S A M F É L Ö G
https://www.facebook.com/watch/?v=390541772125057
Facebook: https://www.facebook.com/kjarnasamfelagreykjavikur