Kynning á styrkjamöguleikum: NORDIC CULTURE POINT
17:00-19:00
Salur
Aðgangur ókeypis
Ertu með hugmynd? Hefur þú áhuga á norrænu samstarfi en vantar upplýsingar og innblástur ? Viltu vita meira um norræna fjármögnunarmöguleika?
Þriðjudaginn 15. Nóvember kl.17:00 – 19:00 verður haldin kynning um þær styrkjaráætlanir sem standa til boða hjá Nordic Culture Point. Ef þið hafið í huga að sækja um styrk eða viljið heyra meira um umsóknarferlið fyrir verkefni þá er tilvalið að taka þátt og spyrja allra þeirra spurninga sem þið hafið.
Anna Skogster, ráðgjafi frá NCP verður á staðnum, segir frá öllum styrkjartegundum sem eru í boði, fer yfir umsóknarferlið og gefur góð ráð.
Hægt er að panta einkatíma í ráðgjöf með því að senda tölvupóst til: anna.skogster@nordiskkulturkontakt.org
Dagskrá:
17:00 – Kynning á styrkjum
17:30 – Opið fyrir spurningar, spjall og ráðgjöf
18:00 – Spjall og léttar veitingar
Verið velkomin!