Kynning á Demos: Styrkir til Félagasamtaka og samfélagsverkefna
11:30 -12:30
Viltu vita meira um tækifæri borgaralegra samtaka til að sækja um styrki til norrænna samstarfsverkefna? Vinnur þú kannski hjá stofnun sem vill skapa tengslanet og vinna þvert á landamæri? Þá er tilvalið að mæta á upplýsingafund um Demos, nýja styrkja- og stuðningsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir Félagasamtök og samfélagsverkefni!
Skráning er nauðsynleg. Þú skráir þig með því að senda tölvupóst til: kolbrun@nordichouse.is
Vinsamlegast taktu fram ef þú ætlar að fá hádegishressingu (samloku) og hvort þú hafir einhverjar aðgengisþarfir.
Á kynningunni munt þú:
· Fá upplýsingar um áherslur Demos
· Innblástur fyrir þína umsókn
· Upplýsingar um Nordic Culture Pointog Norrænu ráðherranefndina
· Samloku og kaffi/te
· Tækifæri til að ræða við ráðgjafa Demos áætluninnar, Anne Malmström
Í tengslum við þing Norðurlandaráðs munu Gitte Wille framkvæmdastjóri og Anne Malmström ráðgjafi frá Nordic Culture Point í Helsinki heimsækja Norræna húsið í Reykjavík og flytja kynningu á Demos. Einnig er möguleiki á að fá tíma í einkaráðgjöf hjá Anne á dögum Norðurlandaráðsþings: 28.-30. október 2024. Sendu tölvupóst á anne.malmstrom@nkk.org til að panta tíma. Athugið að takmarkaðir tímar eru í boði.
Athugið að kynningin fer fram á ensku en einkaráðgjöf með Anne getur farið fram á sænsku eða ensku.
Öll velkomin!
Aðgengi að Alvar fundarsal er ágætt, en lágur þröskuldur er inn í herbergið. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð. Rampur leiðir frá bílastæði að Norræna húsinu og sjálfvirkur hnappur er við aðalinngang.