Kynjuð fjármál – fjárfesting til framtíðar
09:00-13:00
Þriðjudaginn 18. október 2016, kl. 9:00-13:00, í Norræna húsinu
Ráðstefnan fer fram bæði á ensku og íslensku.
Aðgangur er ókeypis – öll velkomin!
DAGSKRÁ
09.00-09.05 Opnunarorð: Dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild HÍ, og íslenskur
verkefnisstjóri GARCIA.
09.05-10.05 Gender budgeting as feminist policy change. The Scottish experience: Dr. Angela O’Hagan, lektor í
opinberri stefnumótun við Glasgow Caledonian University.
10.05-10.20 GARCIA Gender the Academy and Research: combating career instability and assymmetries:
Thomas Brorsen Smidt, doktorsnemi við Stjórnmálafræðideild HÍ.
10.20-10.45 Kaffihlé
10.45-11.15 Kynjuð fjárlagagerð af því við höfum ekki efni á öðru: Halldóra Friðjónsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um
innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hjá ríkinu, og Herdís Sólborg Haraldsdóttir sérfræðingur hjá
fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
11.15-11.45 Eitt spor og svo annað til… Kynjuð fjárhagsáætlun hjá Reykjavíkurborg: Lára Rúnarsdóttir, verkefnastýra
kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar hjá Reykjavíkurborg.
11.45-12.15 Er rétt gefið? Dr. Daði Már Kristófersson, forseti Félagvísindasviðs og Aðalbjörg Lúthersdóttir, rekstrarstjóri
Félagsvísindasviðs HÍ.
12.15-12.45 Kynjuð fjármál háskóla – mikilvægi þess að kafa dýpra: Finnborg Salome Steinþórsdóttir, doktorsnemi við
Stjórnmálafræðideild HÍ.
12.45-13.00 Umræður og lokaorð.
Fundarstjóri: Sverrir Jónsson, skrifstofustjóri hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Ráðstefnan fer fram bæði á ensku og íslensku. Aðgangur er ókeypis – öll velkomin.
GARCIA: Gendering the Academy and Research: Combating Career Instability and Asymmetries, er samevrópsk rannsóknarverkefni (2014-2017) sem háskólastofnanir í Belgíu, Sviss, Slóveníu, Hollandi, Austurríki, Íslandi og Ítalíu taka þátt í. GARCIA-verkefnið byggist á rannsókn á jafnrétti í vísindasamfélagsinu með sérstakri áherslu á fyrstu stig starfsframans. GARCIA leggur áherslu á innleiðingu jafnréttisúrræða í víðtæku samstarfi við vísindasamfélagið og opinbera aðila.
Einn meginþáttur íslenska hluta verkefnisins er að skoða kynjuð fjármál í háskólasamfélaginu þar með talið fjörmögnun kennslu og rannsókna á ólíkum sviðum og dreifing fjármuna innan háskólastofnana. Þorgerður Einarsdóttir prófessor og Gyða Margrét Pétursdóttir lekor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild HÍ eru fulltrúar Háskóla Íslands í verkefninu.
Nári upplýsingar um GARCIA-rannsóknina má finna á http://garciaproject.eu/
Angela O‘Hagan er meðal helstu sérfræðinga Evrópu í kynjuðum fjármálum (gender budgeting). Hún er lektor við félagsvísinda- og fjölmiðladeild í Glasgow School for Business and Society við Glasgow Caledonian University. Rannsóknarsvið Angelu er jafnrétti og opinber stefnumótun á sviði jafnréttismála í Evrópu með sérstakri áherslu á kynjuð fjármál (gender budgeting). Í rannsóknum sínum hefur Angela m.a. borið saman nálganir og innleiðingarferli kynjaðra fjármála í Skotlandi, Andalúsíu og Baskalandi. Angela situr í ráðgjafanefnd skosku ríkisstjórnarinnar um jafnrétti í fjármálum, hún leiðir Scottish Women’s Budget Group, situr í framkvæmdastjórn UK Women’s Budget Group og stýrir starfi evrópsku samtakanna European Gender Budgeting Network.
Nánari upplýsingar hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ í síma 525-5454 eða sjofn@hi.is