List sem landamærabrjótur


15:00 -17:00

Hvernig geta listir og menning þróað samfélagið og búið til nýjar leiðir til lausna?

Menningarfundur í Norræna húsinu 8. maí kl. 15 – 17.

 

Stjórnandi: Mikkel Harder Munck-Hansen, Norræna húsið

Kynnir: Claus Svendstrup, Kulturmøde Mors

Sameining:

Hvernig sigrast maður á tungumála áskorunum og hvaða reynslu höfum við af að nota listir og menningu til að byggja brýr á milli nýrra menningarheima sem mætast?

 Kristín Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri Borgarbókasafn Reykjavíkur

Flóttamannabörn:

Þegar flóttamannabörn teikna reynslu sína, hvað kemur út úr því?

Ásdís Kalman, listakona

Samfélagslegar hindranir:

Reynslan af verkefninu „Ordskælv“ sem fjallar um að brjóta niður samfélagslegt tabú með bókmenntum.

Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri

Ný tækni, listir og kennslufræði:

Hvernig getur ný tækni lyft listsköpuninni. Hver er reynslan af verkefninu Biophilia?

 Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu 

 

 Viðburðurinn fer allur fram á skandinavískum tungumálum. 

 Norræna húsið býður upp á vínglas.