RIFF: Krakkar kenna spuna!


13:00 - 14:00 & 14:30 - 15:30
Salur
Aðgangur ókeypis

Leiklistarnámskeið á vegum Leiklistarskóla Borgarleikhússins.

 

60 mínútna leiklistarnámskeið fyrir börn þar sem farið verður í skemmtilega spuna- og leiklistarleiki. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru börn og ungmenni sem eru útskrifaðir ungleikarar úr Leiklistarskóla Borgarleikhússins.

Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 8-12 ára. Mikilvægt er að mæta í þægilegum fötum og gott er að hafa með sér vatnsbrúsa. Aðgangur er ókeypis en vegna fjöldatakmarkana á námskeiðið er nauðsynlegt að skrá sig á: skolar@riff.is

Aðgengi: Elissu salur hefur gott aðgengi fyrir hjólastóla en athugið að mjög lágur þröskuldur er inní salinn. Enginn þröskuldur er við rennihurðina frá bókasafni. Aðgengileg salerni eru á sömu hæð.