Kosið í Danmörku


12:00-13:30

Opinn fundur á vegum Norðurlanda í fókus og Norræna félagsins miðvikudaginn 29. maí kl. 12 í Norræna húsinu, boðið verður upp á léttan hádegisverð

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur nú boðað til þingkosninga í landinu á þjóðhátíðardegi Danmerkur, 5. júní. Eins og hefðin er orðin í Danmörku er hafin snörp og spennandi kosningabarátta og útlit fyrir breytingar í ríkisstjórn Danmerkur.

Við fáum til okkar sérfræðinga, með erindi og umræður, sem öll eru velkunnug stjórnmálum í Danmörku og samfélagsumræðunni þar í landi.  Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins sér um fundarstjórn, þátttakendur eru:

Sigurður Ólafsson, stjórnmálafræðingur – Kosningarnar og staðan í dönskum stjórnmálum 2019

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði – Frá frjálslyndi til þjóðlegra gilda

Ann-Sofie Nielsen Gremaud, lektor við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands

Nikólína Hildur Sveinsdóttir, mannfræðingur og formaður Ungra jafnaðarmann

 

Fundurinn verður á íslensku og er öllum opinn, boðið verður upp á léttan hádegisverð