Kosið í Danmörku
Norðurlönd í fókus boðar til fundar um kosningarnar í Danmörku
12:00
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hefur nú boðað til þingkosninga í landinu 18. júní. Snörp og spennandi kosningabarátta er í vændum þar sem mjótt er á munum milli fylkinga hægri og vinstri manna.
Norðurlönd í fókus, ásamt samstarfsaðilum, boða til hádegisfundar um kosningarnar í Norræna húsinu, miðvikudaginn 3. júní kl. 12-13:15.
Sigurður Ólafsson, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Norðurlanda í fókus, stýrir fundinum og fer yfir stöðuna. Sigurður bjó í Danmörku í nokkur ár og hefur fylgst vel með stjórnmálum þar í landi.
Pallborðsumræður fara fram í kjölfarið. Þátttakendur eru:
Martin Søvang, stjórnmálafræðingur
Mikkel Harder, forstjóri Norræna hússins
Rósa Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur
Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus, Norræna félagið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa að fundinum.
Fundurinn verður á íslensku og er öllum opinn.
Frekari upplýsingar á vefsíðum Norræna hússins, nordice.is og Alþjóðamálastofnunar, ams.hi.is.