Konnect- Red Snow


17:00-19:00

Velkomin á KONNECT málstofu í tengslum við sýninguna Red Snow í Norræna húsinu.

Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 kl. 17:00-19:00 býður KONNECT til fundar í Norræna húsinu.
KONNECT er norrænt verkefni sem tengir listnema og vísindamenn á sviði umhverfisfræða. Markmiðið er að leita leiða til þess að vekja athygli á aðsteðjandi umhverfisógnum.

Í KONNECT vinna vísindamenn, listamenn og nemendur saman í 4 daga vinnustofum sem skipulagðar eru af Háskóla Íslands og listaháskólum á öllum Norðurlöndunum. Vinnan skilar sér í safni hugmynda að listaverkum. Fyrsta vinnustofan var haldin að Kolstöðum í Borgarfirði í september síðastliðnum og tókst með afbrigðum vel.

Dr. Ragna Benedikta Garðarsdóttir dósent við sálfræðideild HÍ mun leiða umræður um tillögur nemendanna og hvernig hafa má áhrif á mannlega hegðun.

Málstofan, sem fer fram á ensku vegna erlendra þátttakenda, verður í Svarta kassanum á neðri hæð Norræna hússins og er opin öllum.