Klassík í Vatnsmýrinni – French connection


20:00

Klassík í Vatnsmýrinni – French connection

Tónleikar í Norræna húsinu 21. febrúar kl. 20

Smelltu hér til að kaupa áskrift á alla tónleika Klassík í Vatnsmýrinni

Eldri borgarar og öryrkja afsláttur

Duo Ultima, Guido Bäumer á alt-saxófón og Aladár Rácz á píanó flytja litríka og spennandi dagskrá, alfarið á frönskum nótum með tónlist eftir André Caplet, Claude Debussy, Jean Français, Darius Milhaud, Florent Schmitt og André Jolivet. Guido og Aládar hafa starfað saman í þrettán ár, hafa haldið fjölda tónleika á Íslandi og fóru nýverið í tónleikaferð um Evrópu m.a. með viðkomu í Þýskalandi, Spáni, Ungverjalandi og Rúmeníu. Alþjóðlega útgáfufyrirtækið Odrarek Records hefur gefið út þrjá geisladiska með Duo Ultima, sá síðasti, French Connection, kom út vorið 2017.

Guido Bäumer er fæddur í Norður Þýskalandi en hefur búið og starfað á Íslandi um árabil. Hann stundaði nám í Bremen, Basel í Sviss og við Bowling Green State

University í Ohio. Hann hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,Caput hópnum og Kammersveit Reykjavíkur.

Aladár Rácz  er fæddur í Rúmeníu og stundaði nám í Búkarest og Búdapest. Við upphaf ferils síns vann hann til fjölda verðlauna í alþjóðlegum keppnum og hélt tónleika víðs vegar um heim í kjölfarið auk þess að leika inn á geisladiska. Hann hefur verið mikilvirkur einleikari og meðleikari á Íslandi og starfað bæði á Norðurlandi og Austurlandi, auk höfuðborgarsvæðissins. Hann hefur haldið einleikstónleika, tekið þátt í flutningi kammerverka og með sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur hann flutt píanókonserta nr. 1 eftir Beethoven og Brahms.

AALTO Bistro er opið til kl 21.30 á miðvikudagskvöldum.

Aðgangseyrir er kr. 2.500, 1.500 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, ókeypis fyrir nemendur og gesti 20 ára og yngri. Fernir tónleikar í áskrift á kr. 7.500, eða kr. 4.500 fyrir eldri borgara og öryrkja. Miðasala á Tix.is og við innganginn. Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið.