Kennaratónleikar Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu


20:00

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu heldur kennaratónleika í sal Norræna hússins 10. júlí kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir!

Kennarar Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu eru í fremstu röð íslenskra og erlendra hljóðfæraleikara, og eru sumir þeirra prófessorar við virta tónlistarháskóla eða leiðarar í sinfóníuhljómsveitum. Á þessum tónleikum munu kennararnir miðla af list sinni með flutningi fjölbreyttra einleiks- og kammerverka.

 

Flutt verða eftirtalin verk:

Beethoven: Vorsónatan fyrir fiðlu og píanó

Kaare Dyvik Husby: Mechanic breath

Jórunn Viðar: Tilbrigði um íslenskt þjóðlag fyrir selló og píanó

Bottesini: Konsert í H-moll fyrir kontrabassa

Schumann: Märchenbilder fyrir víólu og píanó

Rachmaninoff: Vocalise fyrir fiðlu og píanó

Fuchs: Serenaða Op.62 nr.1 fyrir 2 fiðlur og víólu

Francaix: Divertissement fyrir fagott og strengjakvintett

 

Flytjendur eru:

Anna Guðný Guðmundsdóttir, Ari Þór Vilhjálmsson, Chrissie Guðmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Ingunn Hildur Hauksdóttir, Kaare Dyvik Husby, Lin Wei Sigurgeirsson, Michael Kaulartz, Nína Margrét Grímsdóttir, Sigurgeir Agnarsson, Sigyn Fossnes, Songau Wu, Zhang Jing. Þórir Jóhannsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir.

Nánari upplýsingar um dagskrá Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu 2018 eru á www.musicacademy.is