Kammerkórinn Katarina – Aðgangur ókeypis
20:00
Kammerkórinn Katarina heimsækir Ísland 24. – 28. maí 2017
Síðast var það Írland og núna er það Ísland. Hinn frægi kammerkór Katarina frá Stokkhólmi, ásamt stjórnanda Hans Vainikainen, heldur áfram hefðinni að ferðast um og syngja fyrir áhorfendur.
Síðan kórinn var stofnaður 1991 hefur ástríðan fyrir söngnum og tónlistinni leitt kórinn um lönd og höf til að flytja hljómfagra tóna fyrir gesti. Kórinn tekur fyrir tónlist á breiddina og er engin tegund tónlistar sem kórinn hefur ekki sungið og leikið ; Bach, Prince, Þorvaldsdóttir og listinn heldur áfram!
Verið öll hjartanlega velkomin á þessa einstöku tónlistarupplifun í Norræna húsinu ! Ókeypis aðgangur.
Dagskrá á Íslandi:
25. maí Morgunmessa, Dómkirkjan – kl. 11 og Norræna Húsið – kl. 20
26. maí Víkurkirkja, Mýrdal – kl. 18
28. maí Morgunmessa, Hallgrímskirkja – kl. 11. Hallgrímskirkja (beint eftir messu) kl. 12