Just Eat It: A Food Waste Story – Umhverfishátíðin


18:00

Just Eat It: A Food Waste Story
Margverðlaunuð heimildarmynd um matarsóun

Við elskum mat. Í nútímasamfélaginu horfum við endalaust á matreiðsluþætti og lesum matreiðslubækur og matarblogg til að fá nýjar hugmyndir að matargerð. En hvernig stendur þá á því að við hendum um helmingi þeirra matvæla sem framleiddur er?

Á Umhverfishátíðinni sem haldin verður í Norræna húsinu helgina 7.-8. apríl verður sýnd heimildarmyndin Just Eat It: A Food Waste Story, sem unnið hefur til fjölda verðlauna.

Myndin verður sýnd tvisvar sinnum, þann 6. apríl og 8. apríl kl. 18 báða dagana.  Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Engin fyrirframskráning.  Myndin er með ensku tali

Um heimildarmyndina: 

Kvikmyndagerðarfólkið og matarunnendurnir Jen og Grant fylgjast með matarsóun frá býli til markaðar og alla leið inn í þeirra eigin ísskáp.  Eftir að hafa uppgötvað hversu miklum verðmætum af mat er hent árlega í Norður-Ameríku, ákváðu þau að  hætta að versla inn og lifa eingöngu á úrgangsmat.  Það sem þau uppgötva varðandi matarsóun kemur verulega á óvart. 

Leikstjórinn Grant Baldwin fékk Emerging Canadian Filmmaker verðalunin á Hot Docs (CA) og margar viðurkenningar á mismunandi kvikmyndahátíðum, m.a. var myndin kosin besta kanadíska heimildarmyndin á Edinburgh International Film Festival og sýnd á CPH:DOX. 

Sýnishorn

Frekari upplýsingar um heimildarmyndina hér. Viðburðurinn er á facebook hér.

Lestu meira um Umhverfishátíðina í Norræna húsinu hér.