Kvartett Jóels Pálssonar / Valdimar Guðmundssyni


21

Miðasala

KVARTETT JÓELS PÁLSSONAR ÁSAMT VALDIMAR GUÐMUNDSSYNI
DAGAR KOMA – ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

Kvartett Jóels Pálssonar ásamt söngvaranum Valdimar Guðmundssyni fagna útgáfu plötunnar DAGAR KOMA með tónleikum í Norræna húsinu 15.nóvember kl.21.

Þetta er sjöunda hljómplata Jóels með eigin verkum og sú fyrsta sem inniheldur söng.

Lögin á plötunni eru samin við ljóð nokkurra íslenskra samtímaskálda, en þau eru Gyrðir Elíasson, Gerður Kristný, Þórarinn Eldjárn, Sigurbjörg Þrastardóttir og Bragi Ólafsson.

Flygjendur á tónleikunum eru:
Valdimar Guðmundsson – söngur og básúna
Jóel Pálsson – saxófónar
Eyþór Gunnarsson – píanó
Einar Scheving – trommur
Valdimar K. Sigurjónsson – kontrabassi

Tímaritið JAZZ SPECIAL skrifar um plötuna:  “…Saxófónleikarinn og tónskáldið Jóel Pálsson hefur skapað öflugt, krefjandi og frumlegt verk sem skríður innundir skinn og fangar sálina á augabragði.”

Aðgangur er kr.2500 og miðasala fer fram á tix.is