Óleyfileg búseta – er hún í lagi?


13:00 - 17:00

Óleyfileg búseta – er hún í lagi?

Á jaðrinum? Ráðstefna Reykjavíkurborgar og ReykjavíkurAkademíunnar um óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði verður haldin í Norræna húsinu kl. 13:00

Skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð veldur því að búseta í óleyfilegu atvinnuhúsnæði er vaxandi vandamál hérlendis. Talið er að hópur efnalítilla Íslendinga og erlent verkafólk búi við slíkar aðstæður.

ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg blása til ráðstefnu föstudaginn 17. nóvember næstkomandi til að greina vandann. Ráðstefnan er mikilvægur áfangi í umfangsmikilli úttekt RA á þessu vaxandi samfélagslega vandamáli. Helstu samstarfsaðilar RA og Reykjavíkurborgar í verkefninu eru Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands, Vinnumálastofnun, ASÍ, Starfsgreinasamband Íslands, Retor fræðsla ehf., ásamt mörgum fleiri.

Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Gillian Young frá Newhaven Research í Skotlandi. Gillian er öflugur fræðimaður á sviði húsnæðismála og búsetu í óleyfilegu húsnæði, þá sérstaklega þegar kemur að búsetuskilyrðum erlends verkafólks.

Fundarstjóri: Linda Blöndal, dagskrárgerðarkona.

Nánari upplýsingar koma síðar. Fylgist því með!

Dagskrá:
13:00 Setningarorð – Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Verkafólk og húsnæði á tímum alþjóðavæðingar
13:10 Local accommodation: migration and the shaping of local housing systems
Gillian Young, forstöðukona Newhaven Research í Skotlandi og rannsóknaprófessor við Heriot Watt háskólann.
13:45 Alþjóðavæðingin og verkafólk
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands
14:05 Húsnæðisaðstæður innflytjenda á Íslandi – niðurstöður rýnihópaviðtala
Guðbjörg Ottósdóttir, lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
Búseta í ólöglegu húsnæði á Íslandi
14:25 Greining gagna um óleyfisbúsetu á Íslandi
Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur og Svandís Nína Jónsdóttir, gagnasérfræðingur og framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar

15:00 Kaffihlé

15:20 Óleyfisíbúðir, staðan nú og leiðir til aukins öryggis
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS
15:40 Búseta í óhefðbundnu húsnæði í Reykjavík á grundvelli manntalsins 2011
Ómar Harðarson, fagstjóri hjá Hagstofu Íslands
16:00 Erlent vinnuafl á vinnumarkaði – hlutverk Vinnumálastofnunar, áskoranir og sóknarfæri
Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar
16:20 Kjör erlendra verkamanna og starfsmannaleigur
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ
16:25 Umræður
17:00 Dagskrárlok