„IT PLAYS HARD“: íslenskar súper 8mm kvikmyndir
17:00 - 20:30
Salur
Aðgangur ókeypis
Verið velkomin á tvöfalda sýningu af íslenskum súper 8mm Avant-garde kvikmyndum og úrvali sjaldgæfra mynda úr hinu mikla súper 8mm kvikmyndasafni Páls Óskars.
Meðal kvikmyndagerðarmanna eru: Maria Meldgaard, Haust, Vilborg Lóa Jónsdóttir, Óðal, Lee Lynch og Hrafnkell Tumi Georgsson.
Allar myndirnar verða sýndar á súper 8mm filmu.
Dagskrá:
17:00-17:45 Avant-garde kvikmyndir eftir listamenn á Íslandi.
17:45-18:30 45 mín hlé
18:30-20:30 Kynning og sýning Páls Óskars á kvikmyndum úr safni hans.
Sýningarstjóri: Lee Lynch
Mynd: Haust
Aðgengi í Elissu sal er gott. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð.