Tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019


11:00-11:30

Þriðjudaginn 2. apríl kl. 11 stendur Norræna húsið fyrir athöfn í bókasafni hússins þar sem tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 verða opinberaðar.

Fulltrúi úr íslensku dómnefnd verðlaunanna, les upp tilnefningar allra landanna og höfundar tilnefndu verkanna frá Íslandi lesa úr bókum sínum.

Samtímis verður listinn opinberaður á vefsíðu Norðurlandaráðs, norden.org. Tilkynnt verður um sigurverk ársins í Stokkhólmi 29. október 2019 í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Allir velunnarar norrænna barna- og unglingabókmennta eru velkomnir á staðinn.

Að athöfn lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar. Tilnefndu bækurnar verða til sýnis og útláns á staðnum.

Viðburður á Facebook