Íslensk sögustund
11:00
Íslensk sögustund kl. 13:00 í barnabókasafni Norræna hússins, Barnahelli.
Lesið er á íslensku úr bókum bæði eftir íslenska rithöfunda og höfunda frá hinum Norðurlöndunum. Eftir upplesturinn er hægt að leika sér í Barnahelli en þar er að finna ótalmargar barnabækur, spil, liti og leikföng.
Öll börn á aldinum (+/-) 2-10 ára eru hjartanlega velkomin ásamt fjölskyldum sínum.
Stjórnandi er Telma Sigfúsdóttir, Bókasafns- og upplýsingafræðingur.