In the Darkness Everything Went All Black – Tvær sýningar


13.00 / 16.00

Miðasala

 

Hlustum við betur þegar við sjáum ekki? Hvernig upplifum við hljóð í myrkri?

In the Darkness, Everything Went All Black fer fram í myrkri, ef til vill í annarri veröld. Einhver eða eitthvað er að fela sig í myrkrinu en þar er einnig annars konar líf. Tvær manneskjur eru í örvæntingu að reyna að komast úr kringumstæðum sem þeim var komið í og leita leiðar aftur í frelsið og ljósið. In the Dark, Everything Went All Black er óperuupplifun sem leitast við að ná sömu skynjun og þeir sem blindir eru.

Óperan er skrifuð fyrir tvo söngvara og raftónlistarmann og fer fram á ensku.
Verkið er samvinna milli Operation Opera og Teatr Weimar.
Hugmyndavinna: Hedvig Jalhed, Mattias Rylander, Jörgen Dahlqvist, Kent Olofsson, and Agnes Wästfelt
Texti: Jörgen Dahlqvist
Tónlist: Kent Olofsson
Sviðsmynd: Mattias Rylander

Fram koma: Hedvig Jalhed, sópran Agnes Wästfelt, sópran Kent Olofsson, raftónlistarmaður

OPERATION OPERA

Óperufélagið Operation Opera er eitt framsæknasta kammeróperufélag Svíþjóðar. Það kennir sig við „opéra nouveau“-stefnuna og leggur aðallega áherslu á tilraunakenndar, gáskafullar og gagnvirkar uppfærslur og hugmyndir.

Operation Opera hafa unnið með óperu í mismunandi formum með avant-garde uppfærslum í Halmstad síðan 2010. Sú uppfærsla félagsins sem hefur hlotið hvað mesta athygli er verkið Anfasia-Chronicle, sem er innblásið af lifandi hlutverkaleik. Verkið hefur verið flutt sem sería yfir sjö ára tímabil bæði í Halland og á ferðalagi um Svíþjóð, oftast í yfirgefnum iðnaðar- eða stofnanarýmum sem gefur tilfinningu fyrir landkönnun í borgarumhverfi.

Operation Opera er staður þar sem fagmenn í listum og vel þekkt tónlistarfólk kemur saman á ári hverju til að vinna með nýjungar í tónleikhúsi og tilraunakennda kammertónlistarviðburði. Meðal markmiða þeirra er að frelsa bæði listamenn og áhorfendur frá hátterni og klisjum sem einkenna hina hefðbundnu óperu og skapa opið

listrænt ferli sem örvar sköpunarkraft og tilraunastarfsemi. Operation Opera leitast við að finna nýjar samsetningar leikhúss og tónlistarsköpunar sem stuðla að þróun og umbótum í stað stöðnunar í listformi sem ber þungar byrðar menningararfs.

Óperudagar