IMPACT: Pallborð 2
10:00
Pallborðsumræður:
Menntun / Aktívismi í tónlist
Panelstýra:
Tui Hirv (EE/IS)
Umræður:
Í pallborðsumræðum verður farið yfir ýmis málefni sem snerta tónlistarlífið á gagngeran hátt, mál sem hafa verið í brennidepli undanfarin ár. Hér verða rædd málefni innflytjenda með þátttöku þeirra í huga í tónlistarlífi nýs heimalands og rannsóknir því tengdu. Einnig verður fjallað um aðgengi hópa sem búa við jaðarsetningu og samfélags- og tónlistarverkefnið Metamorphonics, sem fer fram á alþjóðavísu. Fjallað verður um viðamikið myndlistar- og tónlistarverk sem tekst á við Stjórnarskrá Íslands, Í leit að töfrum, með þátttöku hóps ólíkra tónskálda, innlendra og erlendra, tónlistarfólks, samtaka, aðgerðarsinna og almennra borgara sem endurspeglar fjölbreytni mannlegs samfélags. Við munum heyra af rannsóknum á kólóníalisma og síðast en ekki síst skyggnumst við inn í tónlistarlíf Grænlands og Íran.
Þátttakendur:
Andreas Otte (DK)
Libia Castro & Ólafur Ólafsson (ES/IS)
Idin Samimi Mofakham (IR/NO)
Þórunn Gréta Sigurðardóttir (IS)