Hyggestund: Stuttmyndir fyrir börn & bókverkasmiðja!


13:00 - 15:00
Elissa Auditorium & Barnabókasafn

 Stuttmyndir fyrir börn & bókverkasmiðja!

 Stuttmyndaprógramm UngRIFF verður sýnt fyrir 6-9 ára börn í stóra salnum í Norrænahúsinu, á meðan verður opin bókverka smiðja í anda hreyfimyndalistar (e. Stop-motion) á bókasafninu. Hægt verður að ganga inn og út af sýningunum og taka þátt í smiðjunni þegar hverjum og einum hentar á meðan viðburðinum stendur. 

Það er takmarkað pláss á sýninguna og því best að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti inni í salnum, fyrstur kemur fyrstur fær.

 UngRIFF býður börnum og unglingum upp á fjölbreytta kvikmyndadagskrá frá öllum heimshornum, með kvikmyndum sem venjulega eru ekki sýndar í íslenskum kvikmyndahúsum. Myndir sem fjalla um félagsleg, umhverfis- og æskulýðsmál vekja oft upp umræður eftir sýningar. UngRIFF vill að kvikmyndagerð sé bæði skemmtileg og fræðandi upplifun. Með því að leggja áherslu á kvikmyndagerð fyrir unga áhorfendur hefur RIFF skapað vettvang þar sem börn og unglingar geta kynnst krafti kvikmyndarinnar og vonandi fundið sína eigin rödd í heimi kvikmyndagerðar. 

Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.

Aðrir viðburðir