Hyggestund – Skúlptúrískur órói!


13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Hyggestund – Skúlptúrískur órói!

Öll fjölskyldan er velkomin á Hyggestund þar sem ungir gestir eru kynntir fyrir spennandi efnum – náttúrlegum og ónáttúrulegum, þar sem þeir fá aðstoð við að búa til óróa úr.

Skapandi óróarnir sækja innblástur sinn til fjölbreyttra verka sýningarinnar Setminni sem haldin er af listahátíðinni Sequences í samstarfi við Norræna húsið. 

Gestir eru hvattir til að mæta snemma til að fá að skoða tvö verk sýningarinnar  en þó er möguleiki fyrir þá sem seinna koma að fara inn í fylgd safnkennara.

Hafist er handa við að velja tvö náttúrúleg efni á borð við greinar, leir og steina og tvö ónáttúruleg, á borð við vír og plastpoka.

Some Unexpected Remnants, video work by WAUHAUS and Jonatan Sundström

Þegar þessi ólíku efni koma saman í óróa mynda þau óvænt fallega skúlptúríska heild og fá mann til að hugsa um náttúruna og áhrif mannsins á hana.

Öll eru velkomin á vinnustofuna sem er ókeypis. Aðgengi að barnabókasafni er með stiga frá bókasafni og fyrir hjólastóla er aðgengi með lyftu og í gegnum sýningarsalinn Hvelfingu. Starfsfólk bókasafns veitir upplýsingar og aðstoð eftir þörfum. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð og þar er einnig að finna skiptiaðstöðu fyrir börn. .

Aðrir viðburðir