Hyggestund – Skúlptúrískur órói!
13:00 - 15:00
Hyggestund – Skúlptúrískur órói!
Öll fjölskyldan er velkomin á föndursmiðju þar sem ungir gestir eru kynntir fyrir spennandi efnum sem þeir fá aðstoð við að búa til óróa úr. Skapandi óróarnir sækja innblástur sinn til fjölbreyttra verka sýningarinnar Setminni sem haldin er af listahátíðinni Sequences í samstarfi við Norræna húsið.
Gestir eru hvattir til að mæta snemma til að fá að skoða tvö verk sýningarinnar, en þó er möguleiki fyrir þá sem seinna koma að fara inn í fylgd safnkennara.
Some Unexpected Remnants, video work by WAUHAUS and Jonatan Sundström
Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf.