Hyggestund – Hvernig tala býflugur og blóm saman?


15:00
Barnabókasafn & Gróðurhús
Aðgangur ókeypis

Vinnustofa með Thomas Pausz

Í þessari vinnustofu munu gestir verða sérfræðingar í frævun – ferlinu þegar býflugur frjóvga blóm.  Tómast býður gestum að  hlusta á suð býflugna í verki sínu sem staðsett er í gróðurhúsinu. Hann leiðir gesti í gegnum það hvernig býflugur sjá heiminn og hvernig þær velja blóm. Einnig læra gestir um allar þær mismunandi leiðir sem blóm nota til að senda skilaboð til býflugna og hvernig býflugur fá blóm til að titra. .

Gestir fá tækifæri til að skapa nokkrar litlar frumgerðir af ímynduðum blómum og býflugum til að fagna þessum fallega og mikilvæga dansi á milli tegunda.

Mikil og fjölbreytt Aðventu barnadagskrá verður í húsi sama dag frá kl. 10:30-14:00 og tilvalið að enda daginn með vandaðri vinnustofu sem hefst kl. 15:00.

Thomas Pausz er franskur hönnuður og listamaður búsettur í Reykjavík. Verk hans sameinar vistfræði, myndlist og tilraunahönnun. Hann útskrifaðist frá Konunglega listaháskólanum (MA RCA). Árið 2024 hlaut hann Stanley Picker-styrk fyrir verkefnið Haunted Ecologies. Í verkinu Double Capture, sem staðsett er í gróðurhúsi Norræna hússins, býður hann okkur inn í náinn, skynrænan dans frævunar, ekki einungis sem líffræðilegt ferli, heldur sem tengslabundinn, tímabundinn gjörning milli tegunda. Gróðurhúsið verður lifandi hljóðfæri, í takt við leynileg merki sem blóm og býflugur skiptast á.

Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Vinnustofan fer fram á ensku, frönsku og íslensku. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.