Hyggestund


13:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Gestum er boðið að fljúga yfir í Norræna húsið og kynnast heimi fugla – með bundið fyrir augun!

Í vinnustofunni verður boðið upp á fræðsluleiki með fugla þemu þar sem gestum gefst færi á að læra í gegnum snertingu, tilfinningu og  teikningar.

Taktu allann flokkinn þinn með, fjölskyldu og vini og tístu með okkur!

 

Öll eru velkomin á vinnustofuna sem er ókeypis. 

 

Vinnustofan er haldin á barnabókasafni Norræna hússins en þar stendur nú yfir sumarsýningin Fuglar sem er byggð á samnefndri bók eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring. Á sýningunni er dregnir fram  fuglar sem eiga sér heimili eða hafa staldrað við í Vatnsmýrinni fyrir utan Norræna húsið – sem einnig er fuglaverndunarsvæði.

 

Kennari smiðjunar er Olena Klimova frá Úkraínu. Hún starfar sem ferðaleiðsögumaður á Íslandi og er með yfir 20 ára reynslu. Í starfi sínu notar hún fjölbreyttar sögur og frásagnargleði til að ná til fólks.

Olena Klimova

OPNUNARTÍMI OG AÐGENGI

Aðgengi að barnabókasafni er með stiga frá bókasafni og fyrir hjólastóla er aðgengi með lyftu og í gegnum sýningarsalinn Hvelfingu. Starfsfólk bókasafns veitir upplýsingar og aðstoð eftir þörfum. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð og þar er einnig að finna skiptiaðstöðu fyrir börn. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.