HYGGESTUND


13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Velkomin á skapandi samverustund fyrir börn og umönnunaraðila þeirra á barnabókasafni Norræna hússins.

Á laugardaginn er gestum boðið að klippa út laufblöð og skrifa uppáhalds orðið sitt á hvaða tungumáli sem er. Að því loknu er í boði að hengja þau upp í loft og bæta við laufblaða frumskóg bókasafnsins! Yngstu gestum er frjálst að teikna á laufblöðin í stað þess að skrifa.

Bananaleikurinn verður á sínum stað og hægt að æfa sig að kríta á krítarvegnnum.

Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.