Hver á að hugga krílið? Leikrit um Múmínálfana
kl.13:00 / kl. 15:00
Sýnd í sal Norræna hússins sunnudaginn 21. október kl. 13:00 og kl. 15:00.
Aðgangur er ókeypis á báðar sýningarnar og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Það er okkur sönn ánægja að hýsa finnsku sýninguna Hver á að hugga krílið? (Vem ska trösta knyttet?) sem byggir á samnefndri bók eftir Tove Jannson um Múmínálfana.
Leikritið fjallar um kríli sem í upphafi sögunnar er einmanna, feiminnn og útundan. Áður en langt um líður öðlast hann kjark, kynninst kærleikanum og sigrast á óttanum. Sagan um kríki er einstaklega hugljúf og falleg þroskasaga sem kennir börnum að standa með sjálfum sér.
Leikritið er túlkað með myndum, táknum, tónlist, söng og íslenskum sögumanni. Sungið er á sænsku og sögumaður er Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir leikkona. Textinn er frumfluttur úr smiðju Þórarins Eldjárns. Tónlist er eftir Kaj Kangas.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
„Tove Marika Jansson (9. ágúst 1914 – 27. júní 2001) var finnlandssænskur rithöfundur, listmálari og teiknari, fædd í Helsinki. Hún var komin af listafólki en móðir hennar var sænska listakonan, Signe Hammarsten-Jansson og faðir hennar finnski myndhöggvarinn Viktor Jansson. Hún er þekktust fyrir bækur sínar um Múmínálfana, þó skrifaði hún einnig aðrar bækur ásamt því að myndskreyta bækur eftir aðra. Til dæmis myndskreytti hún bæði Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien og Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll.“ -Wikipedia
@Moomin