Þátttakendur í hreyfismiðju
Hreyfismiðja í Norræna húsinu 27. -30. júní.
Þátttaka er ókeypis! kennslan fer fram á ensku.
Allir geta tekið þátt óháð aldri, fyrri reynslu eða bakgrunns. Þeir sem eru yngri en 7 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Engrar dans- eða leikhús reynslu er krafist.
Það eru danshöfundarnir Hanna Gillgren (SE) og Heidi Rustgaard (NO) sem skipuleggja námskeiðin með aðstoð Norræna hússins. Markmiðið með danssmiðjunni er að skapa dansverk sem endurspeglar tengslamyndanir milli mismunandi samfélaga, aldurshópa og menningarheima. Danshöfundarnir skapa með smiðjunum dansverk sem sýnt verður á miðvikudaginn 29. júní kl. 18:00.
JÁ, ÉG VIL TAKA ÞÁTT!
Sendu nafn, heimilisfang, símanúmer ásamt því að taka fram á hvaða hreyfismiðju þú vilt skrá þig á, til Ania Obolewicz á netpóstfang ania@konzept.co.uk (á ensku), leyfilegt að taka þátt í fleiri en einu námskeiði.
Það er pláss fyrir 20 manns í hverri smiðju.
Frekari upplýsingar https://www.facebook.com/h2dance/
HVENÆR?
5 hreyfismiðjur, hægt er að skrá sig á eina eða fleiri:
Hreyfismiðja 1: Mánudagur 27. júní kl. 16:00 – 18:00
Hreyfismiðja 2: Þriðjudagur 28. Júní kl. 16:00 – 18:00
Hreyfismiðja 3: Þriðjudagur 28. Júní kl. 19:00 – 21:00
Hreyfismiðja 4: Miðvikudagur 29. Júní kl. 11:00 – 13.00
Hreyfismiðja 5: Fimmtudagur 30. Júní kl. 14:00 – 16.00
Hámark 20 þátttakendur í hverri smiðju.
HVAÐ MUNUM VIÐ GERA?
Á þessari viku mun H2DANCE í samvinnu við þátttakendur skapa dans með því að þróa röð af hreyfileiðbeiningum. Notast verður við m.a heyrnatól, þögn og hljóð. Þátttakendur munu stíga inn og út úr dansinum og leyfa forminu stöðugt að vaxa eða minnka. Þátttakendur munu svo taka þátt í því að ræða væntingar, fordóma, viðmið og tabú í tengslum við smiðjuna sem auðvelda leiðbeinendum að skilgreina áhrif smiðjunnar.
Danssmiðjurnar hafa verið í gangi hjá H2DANCE hópnum í yfir 6 ár með góðum undirtektum. Höfundarnir, sem eru stundarkennarar í dansi, hafa mikla reynslu að því að leiðbeina og styðja þátttakendur.
UM H2DANCE
H2DANCE eru danshöfundarnir Hanna Gillgren (Svíþjóð) og Heidi Rustgaard (Noregi). Saman vinna þær verkefni sem byggir á framkomu og dansi þar sem erfið málefni eru tækluð og jafnvel sett upp í léttan búning. Dansararnir eru vanir að starfa með fagfólki og áhugafólki um dans og hafa verk þeirra undanfarin misseri stuðlað að því að endurspegla hegðun, samskipti og nærsamfélagið í heild sinni.
H2DANCE er verkefni styrkt af The Place, Victoria & Albert Museum, Norrdans Svíþjóð og Ludus. Hanna og Heidi eru stundakennarar við Roehampton háskólann og Laban Centre í London. Norræna Húsið er einn af viðkomustöðum þeirra en verkefnið ferðast til alls þriggja Norðurlanda og til Bretlands.
Viðburður á facebook