HönnunarMars 2026
Elissa Auditorium
Norræna Húsið tekur þátt í HönnunarMars dagana 6. til 10. maí 2026.
Þema HönnunarMars og DesignTalks 2026 eru tengingar. Í heimi sem bæði er ofurtengdur og aftengdur er spennandi að beina sjónum að þessari knýjandi þörf manneskjunnar fyrir tengsl, að þráðunum sem tengja allt saman og töfrunum sem liggja í tengingunum sjálfum. Tengingar eru grunnurinn að öllu og lífæðar samfélaga. Borgin er ekkert án tenginga, byggingin lifnar við í tengingum sem fólk hefur við hana, flíkin er ekkert án þess sem klæðist henni. Ekkert snertir við okkur nema við tengjum við það.
Nánari upplýsingar um dagskrána í Norræna húsinu koma bráðlega.
HönnunarMars 2026 hér