
HönnunarMars 2025: Varpið, málþing um æðarrækt
13:00-16:00
Erindrekar boða til málþings!
Málþingið Varpið verður haldið í gróðurhúsi Norræna Hússins á HönnunarMars þann 5. apríl frá kl 13:00-16:00. Á málþinginu veltum við fyrir okkur því sem viðkemur æðarrækt; auðlindinni, dýra- og náttúruvernd, handverki og þekkingu.
Hönnunartríóið Erindrekar hefur staðið að hönnunarrannsókn á æðardún síðustu 6 ár sem leitt hefur til þess að nú starfa þeir sem æðarbændur ár hvert. Í ferlinu hafa myndast samtöl við fjölbreytt fólk á sviði landbúnaðar, hönnunar og vísinda, og hafa ótal spurningar vaknað. Nú boðar tríóið til málþings þar sem hugmyndir fá að anda hátt og snjallt og málþing fær nýjan skrautbúning.
13:10 → Jón Einar Jónsson, líffræðingur.
13:30 → Íris Birgisdóttir, æðarbóndi.
13:50 → Helga Jónsdóttir, dúnmatsmaður.
14:20 → Viðar Halldórsson, félagsfræðingur.
14:40 → Edda Rut Hlín Waage, landfræðingur.
15:00 → Andri Snær Magnason, rithöfundur.
15:30 → Andmæli – Opið samtal.
16:00 → Samantekt Varpsins – Erindrekar.
Aðeins eru örfá sæti í boði og því verður hægt að skrá sig á viðburðinn frá og með mánudeginum 31. mars. Viðburðurinn er ókeypis og fer fram á íslensku.