HönnunarMars 2025: Jörð og vatn


10:00-19:00
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin í opnunarpartý Hönnunarmars í Norræna húsinu, 4. apríl, kl. 17:00 – 19:00 


Verkefnið Jörð og vatn eftir Aldísi Yngvadóttur verður til sýnis á Plantan bístró helgina 4-6 apríl . Um er að ræða vasa úr íslenskum leir sem Aldís safnar og verkar alfarið sjálf. Vasarnir eru handmótaðir og formið frjálslegt og náttúrulegt. Enginn glerungur er á ytra byrði heldur fær náttúrulegt útlit að njóta sín. Áferðin er frekar hrá en jarðliturinn er hlýr og fallegur. Sköpunarferlið tekur sinn tíma – er eins konar hæglætishönnun. Sjálfbærni er ríkjandi leiðarstef í verkum Aldísar með íslenska leirinn.

Verkið fær nafn sitt  Jörð og vatn því það eru efnin sem eru ein af undirstöðum lífs á Jörðinni. Vasinn sameinar þetta tvennt því leirinn er í raun bökuð eða brennd jörð fyllt vatni sem lifandi verur eins og jurtir geta þrifist í.

Opnunartímar:
Föst 4 April:17:00 – 19:00
Laug 5 April:10:00 – 17:00
Sun 6 April:10:00 – 17:00

Aldís Yngvadóttir lauk námi frá keramikdeild Myndlistaskólans í Reykjavík vorið 2021. Þar kviknaði áhuginn á íslenskum leir og hefur hún verið að prófa sig áfram með þennan áhugaverða efnivið í leirlist og keramikhönnun.

Aðgengi í Plantan bístró er ágætt. Á sömu hæð er salerni með góðu aðgengi og skiptiaðstöðu.Að Norræna húsinu liggur rampur og við aðaldyrnar er sjálfvirkur hnappur.