Hönnunarmars 2025: Huggó með Aalto


17:00 - 19:00
Alvar Aalto
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin í opnunarpartý Huggó með Aalto í Norræna húsinu á Hönnunarmars– 4. apríl, kl. 17:00 – 19:00.

Huggulegt líf heimilislína Lúka Art & Design gerir sig heimakomna í Norræna húsinu yfir hönnunarhátíðina HönnunarMars, dagana 2.-6.apríl. Þér er boðið í huggulegt líf og litríkan heim Lúka í setustofunni sem er eitt af mörgum sýningarrýmum safnsins. Komdu og slakaðu á og fylltu skilningarvitin af ráðlögðum dagskammti af hönnun og litum. Frítt inn og allir velkomnir!

Sýningin er í setustofunni í gömlu forstjóraíbúðinni – herbergi beint af augum þegar staðið er fyrir framan veitingastaðinn. Aðgengi er gott en plássið er takmarkað, lágur þröskuldur er inn í herbergið. Rampur leiðir að Norræna húsinu frá bílastæði og er sjálfvirkur hnappur við aðaldyr. Salerni með góðu aðgengi er á sömu hæð.

Opnunartímar:
Wed 2 Apr:10:00 – 17:00
Thu 3 Apr:10:00 – 17:00
Fri 4 Apr:10:00 – 19:00
Sat 5 Apr:10:00 – 17:00
Sun 6 Apr:10:00 – 17:00

Free entry