Höfundakvöld með Søren Fauth


19:00
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin á höfundakvöld með danska skáldinu Søren R. Fauth í samtali við Gísla Magnússon prófessor HÍ.

Søren R. Fauth (f. 1971) er danskt ljóðskáld, þýðandi, rannsakandi og leiklistarfræðingur, sem hlaut Jan Sonnergaards Mindedelegat verðlaunin árið 2021 og Jacob- und Wilhelm-Grimm-Preis árið 2023 fyrir störf sín í bókmenntum og við þýðingar. Í samtalinu verður sjónum beint að ljóðrænum höfundarverkum hans, sem samanstanda af alls 8 ljóðabókum, þar á meðal fjórum löngum prósaískum textum sem eru mitt á milli skáldsagnaformsins og samþjappaðs ljóðaforms. Textarnir skera sig úr í gegnum næstum djöfullegan drifkraft sinn og kraft. Meginþemu höfundarins eru kvíði, einmanaleiki, ást, hatur, reiði og sátt. Ljóðræni sögumaðurinn í Moloch. En fortælling om mit raseri (Moloch. Saga um reiði mína) leiðir okkur í gegnum framhjáhald, afbrýðisemi, örvæntingu og vanmátt. Þrátt fyrir, oft á tíðum, dökk þemu, sem einnig einkenna tvö nýjustu rit hans, En rejse til mørkets begyndelse frá 2022 og Dagene, drømmene frá 2023, er textinn gegnsýrður af kaldhæðni og stundum frelsandi kímnigáfu. Samtalinu, sem fer fram á dönsku, fylgir upplestur úr völdum verkum Søren R. Fauth.Black and white image of a man looking directly into the camerma

Ljósmynd eftir: Lærke Posselt

Aðgengi í Elissu sal er ágætt, það er lágur þröskuldur inn í salinn. Á sömu hæð er salerni með góðu aðgengi og skiptiaðstöðu. 
Að Norræna húsinu liggur rampur og við aðaldyrnar er sjálfvirkur hnappur. 

Aðrir viðburðir