Höfundakvöld með Kristínu Ómarsdóttur og þýðandanum John Swedenmark
19:30
Elskan mín ég dey – streymi
Vinsamlegast athugið að vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður viðburðurinn eingöngu í streymi.
Kristín Ómarsdóttir er einstök rödd í íslenskum bókmenntum. Hún tekur fyrir efni eins og kyn, mörk og sjálfsmynd í áhrifamiklum og tilfinningaríkum ljóðum sínum, skáldsögum, smásögum og leikritum. Höfundakvöldið mun snúast um rithöfundarferil Kristínar og mun John Swedenmark, sem hlotið hefur viðurkenningar fyrir þýðingar sínar og sem þýtt hefur verk Kristínar, leiða okkur gegnum samræður kvöldsins. Viðburðurinn byrjar kl. 19:30 og verður í beinu streymi. Samræðurnar fara að mestu fram á norrænu tungumálunum og auk þess verður upplestur á íslensku.
Kristín Ómarsdóttir (1962) hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Skáldsagan Elskan mín ég dey (Now I die honey) var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1999 og leikritið Ástarsaga 3 (Love story 3) var tilnefnt til Norrænu Leikritaverðalaunanna 1998. Árið 2005 hlaut hún íslensku Grímuverðlaunin sem leikhöfundur ársins fyrir verkið Segðu mér allt (Tell me everything) og 2008 hlaut hún Fjöruverðlaunin fyrir ljóðasafnið Sjáðu fegurð þína (See your beauty). Kristín hefur auk þess að skrifa, unnið að sjónlistum, sýnt teikningar og tekið þátt í samsýningum þar sem hún hefur unnið með mismunandi listform eins og myndbönd og höggmyndir. Bækur Kristínar hafa verið þýddar á dönsku, sænsku, finnsku og frönsku og hafa ljóð hennar birst í safnritum.
Þegar ljóðabókin Kóngulær í sýningargluggum (Spiders in exhibition windows) sem tilnefnd var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, kom út ritaði gagnrýnandi: Kristín nær að bæði heilla og hræða og fá lesandann til að hlæja og gráta á sama tíma.
John Swedenmark (1960) er þýðandi, málvísindamaður, ritstjóri og greinahöfundur búsettur í Stokkhólmi. Hann þýðir skáldsögur af íslensku og fagbókmenntir af frönsku og ensku auk þess að þýða ljóð af nokkrum öðrum tungumálum. Á meðal þýðinga Swedemarks eru verk eftir Gyrði Elíasson, Steinunni Sigurðardóttur, Émile Benveniste, Kristínu Ómarsdóttur, Sjón, Jón Kalman Stefánsson, Eirík Örn Norðdahl og Öldu Merini.
Árið 2019 vann Swedenmark íslensku Orðstírsverðlaunin sem eru heiðursverðlaun til þýðenda íslenskra bókmennta yfir á erlend tungumál. Sama ár hlaut hann Swedish Academy’s verðlaunin fyrir þýðingar sínar.