Höfundakvöld: Carl Jóhan Jensen & Einar Már


16:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Verið öll velkomin á næsta höfundakvöld í Norræna húsinu. Viðburðurinn er í samstarfi við Sendiskrifstofu Færeyja á Íslandi.

Þann 25. ágúst næstkomandi kl 16:00 mun Einar Már Guðmundsson leiða samtal við færeyska rithöfundinn Carl Jóhan Jensen, þar sem þeir ræða verk og feril þess síðarnefnda. Samtalið fer fram á íslensku og mun Hanna í Horni, sendiherra Færeyja á Íslandi, opna viðburðinn.

Carl Jóhan Jensen (f.1957) er með próf í málvísindum og bókmenntum. Frumraun hans, ljóðasafnið Yrkingar, kom út árið 1977. Síðan þá hefur hann gefið út ljóðabækur, skáldsögur og ritgerðir sem þýddar hafa verið á fjölmörg tungumál. Carl Jóhan er einn merkasti rithöfundur Færeyja í dag og hefur hann fjórum sinnum hlotið hin virtu færeysku bókmenntaverðlaun „Mentanarvirðisløn M.A. Jakobsens“, árin 1989, 2006, 2015 og 2022. Hann hefur einnig verið tilnefndur nokkrum sinnum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Einar Már Guðmundsson (f. 1954) þarf vart að kynna. Hann er einn af virtustu höfundum landsins og hafa bækur hans verið þýddar á fjölda tungumála. Einar Már hefur jafnframt hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir bækur sínar.
Fyrir þau sem vilja kynna sér bækur Carl Jóhans og Einars Márs, eða jafnvel rifja upp kynnin að nýju, má finna þær á bókasafni Norræna hússins og hægt er að fá þær að láni með bókasafnsskírteini.
Opið verður á veitingastaðnum Sónó fyrir viðburðinn.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Aðgengi að Elissa (salur) er gott, aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð.