Höfundakvöld með Allan van Hansen
19:00
Við kynnum með stolti næsta Höfundakvöld okkar sem fer fram í Elissu sal Norræna hússins. Rithöfundurinn Allan van Hansen kemur til okkar og ræðir mynd-skáldsögu sína Jammers Minde.
Samtalið fer fram á dönsku.
Allan van Hansen (fæddur 1978) hóf feril sinn í bókmenntum árið 2019 með grafísku skáldsögunni Jammers Minde, sem er byggð á grípandi samnefndri endurminningu eftir konungsdótturina Leonoru Christina um fangelsun hennar í Bláa turninum í Kaupmannahöfn á árunum 1663-85. . Allan van Hansen hefur frá þessari frumraun sinni gefið út Underlevet árið 2022, sem í tilraunaformi segir sögu um misnotkun, áföll og um að lifa áfram. Allan van Hansen hlaut Ping-verðlaunin fyrir Underlevet.
Samtalinu stýrir Thomas Bæk Brønsted. Thomas stundar nám í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla og er starfsnemi í Norræna húsinu nú í haust.
Aðgengi að Elissu sal er gott og aðgengileg salerni eru á sömu hæð. Þessi viðburður fer fram á dönsku og er ókeypis inn.