Höfundakvöld – Geir Gulliksen
19:30
Geir Gulliksen (f. 1963) er norskur höfundur og útgefandi hjá bókaútgáfunni Oktober. Hans fyrsta skáldsaga, Mørkets munn, kom út árið 1986. Síðan þá hefur hann skrifað barna- og unglingabækur, ritgerðarsöfn, leikrit og ljóð. Geir Gulliksen vakti mikla athygli fyrir skáldsögu sína Historie om et ekteskap sem þýdd hefur verið á fjölmörg tungumál, meðal annars á íslensku í þýðingu Höllu Kjartansdóttur og gefin út af Benedikt bókaútgáfu á þessu ári. Fyrir bókina Saga af hjónabandi var höfundur tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2016.
Viðburðurinn byrjar kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Silje Beite Løken stýrir umræðu sem fer fram á norsku.
Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir höfundakvöldin og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Tilvalið að njóta listilegra veitinga áður en andinn er nærður á höfundakvöldinu. Í hléi er síðan hægt að njóta léttra veitinga frá AALTO Bistro.