HönnunarMars í Norræna húsinu


Norræna húsið tekur þátt í HönnunarMars 2017 með fjölbreyttri dagskrá. Boðið verður upp á vinnustofur fyrir börn og fullorðna með finnska teyminu SuoMu, Málþing um algilda hönnun, hönnunarsýninguna Roundabout Baltic PLUS Iceland og textíl sýninguna, Listakort úr íslenskri ull eftir dönsku listakonuna Astrid Skipsted.

Hér má finna linka á viðburðina:

Roundabout Baltic PLUS Iceland – Hönnunarsýning í Norræna húsinu- 13.3 -31.3. 

-Hönnunarteymið SuoMu heldur fjögur námskeið frá 22.3-25.3. 

  1. SUOMU – Námskeið fyrir kennara – 22.3. kl. 12:00-10:30.
  2. SUOMU- Námskeið fyrir nemendur og foreldra – 23.3. kl. 9:30-12:00.
  3. SUOMU- Umræður um framtíðina – 24.3. kl. 17:00-19:00
  4. SUOMU – Fjölskyldudagur með námskeiðum í hönnun – 25.3. kl. 11:00-14:00.

-Málþing um algilda hönnun – Salurinn. 24.3 kl. 8:30-12:00

-Litaspjald úr íslenskri ull – Sýning í anddyri Norræna hússins. 22.3-22.4

Sýningarstjóraspjall með Agnieszka Jacobson-Cielecka

Opnunartímar Norræna hússins á HönnunarMars
23.3  11:00-22:00
24.3  11:00-20:00
25.3  11:00 -17:00
26.3  11:00 – 17:00

HönnunarMars er uppskeruhátíð sem sameinar allar greinar hönnunar. Hátíðin spannar vítt svið, þar sýna helstu hönnuðir þjóðarinnar það sem í þeim býr og nýútskrifaðir hönnuðir stíga sín fyrstu skref. Fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar fara fram víðsvegar um borgina auk þess sem hönnuðir eiga viðskiptastefnumót við íslensk og erlend fyrirtæki. HönnunarMars fer næst fram dagana 23.–26. mars 2017.