Höfundakvöld með Katarina Frostenson
19:30
Frá haustinu 2015 hefur Norræna húsið staðið mánaðarlega fyrir höfundakvöldum með spennandi norrænum höfundum. Að þessu sinni er gestur höfundakvöldsins verðlaunahafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016, Katarina Frostenson.
Viðburðurinn byrjar kl. 19:30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Katarina Frostenson hefur um árabil verið meðal virtustu ljóðskálda Norðurlanda og fengið virt verðlaun fyrir verk sín. Hún hefur frá árinu 1992 verið meðlimur í Sænsku akademíunni og tekur þar með þátt í vali á handhafa Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum ár hvert.
Hún kemur fram á sérstöku auka-höfundakvöldi í Norræna húsinu þar sem Þórdís Gísladóttir, rithöfundur og þýðandi, ræðir við hana.
Dagskráin fer fram á sænsku.
Streymi: