Hlutverk og ábyrgð þjóðhöfðingja Sænskur konungur – íslenskur forseti


12:30 -14:00

Í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands býður Sænska Sendiráðið í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands upp á málstofu.

Miðvikudaginn 17. janúar hittast Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Karl Gústaf sextándi, konungur Svíþjóðar, í konungshöllinni í Stokkhólmi. Ræðu konungsins og forseta Íslands verður streymt á málþinginu, en þetta er í fyrsta skipti sem sýnt er beint frá opinberri heimsókn þjóðhöfðingja í konungshöllina.

Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður um hlutverk og ábyrgð þjóðhöfðingjanna á Íslandi og í Svíþjóð. Hvað er líkt með löndunum tveimur og hvað skilur þau að? Hvaða hlutverk hefur konungsveldið í Svíþjóð samanborið við forsetaembættið á Íslandi árið 2018?

 

Þátttakendur í pallborði:

Birgir Hermannsson, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands

Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri Norðurlanda í fókus

Fundarstjóri: Bogi Ágústsson, fréttamaður

Boðið verður upp á kaffi og prinsessutertu í upphafi fundar og lokað verður fyrir aðgang þegar útsending hefst kl. 13.00.

Fundurinn er opin öllum en vinsamlegast staðfestið mætingu í síðasta lagi sunnudaginn 14. janúar á reykjavik.invit@gov.se

Facebook viðburður