HLUSTIÐ VEL: Málþing um Pauline Oliveros
10:00 - 12:00
Málstofan hverfist um bandaríska tónskáldið Pauline Oliveros og arfleifð hennar. Oliveros var frumkvöðull á sviði raftónlistar og hvatamaður djúphlustunar (e. Deep Listening). Á málstofunni Hlustið vel verður sjónum beint að sambandi hlustunar sem tónsmíðaaðferð og hlustunar sem líkömnuð, vistmiðuð iðja í samtímanum.
Framsögur flytja; Angela Rawlings, Berglind María Tómasdóttir og Rachel Beetz. Auk þess taka Linnéa Falck og Stefanía Helga Sigurðardóttir, sem eru nemendur við Listaháskóla Íslands, þátt í málstofunni. Verk Linnéu Falck samið í anda Pauline Oliveros, Thickening Time, verður flutt við lok málstofunnar af Berglind Maríu Tómasdóttur, Bergþóru Ægisdóttur og Sigurði Halldórssyni.
Málstofan er samstarfsverkefni RíT, Rannsóknarstofu í tónlist, sem starfrækt er við Listaháskóla Íslands, og Myrkra músíkdaga.