Heroine WOD – Listasýning


Vertu velkomin á opnun sýningarinnar HEROINE WOD 11. febrúar kl. 11:00.

Victoria Cleverby býður gesti velkomna og heldur kynningu á sýningunni og innihaldi hennar. Kynningin fer fram á ensku.

Norræna húsið býður upp á léttar og hollar veitingar.

Sýningin verður opin 11.02 -27.02 alla virka daga frá 9-17 og helgar 11-17. Aðgangur er ókeypis.

Sænska listakonan Victoria Cleverby notar CrossFit til að minnast kvenhermanna og gera áhorfandann meðvitaðan um karllægni samfélagsins. Heroine WOD, sem er tilbúningur listakonunnar Victoriu Cleverby, er kvenkyns útgáfa af CrossFit æfingum sem kallast Hero WOD. Æfingarnar, sem eru undirstaða í CrossFit, eru nefndar eftir körlum sem falla í stríði. Engar æfingar eru gerðar til að minnast þeirra kvenna sem misst hafa lífið í stríði.

 

Hvernig tölum við um konur í hernum og hvernig heiðrum við þær sem falla í stríði?
Heroine WOD, sem er tilbúningur listakonunnar Victoriu Cleverby, er kvenkyns útgáfa af CrossFit æfingum sem kallast Hero WOD. Æfingarnar, sem eru undirstaða í CrossFit, eru nefndar eftir körlum sem falla í stríði. Engar æfingar eru gerðar til að minnast þeirra kvenna sem misst hafa lífið í stríði. Markmið sýningarinnar er að bæta úr því og gera áhorfandann meðvitaðan um karllægri samfélagsins.

Sjá dæmi á vefnum um Hero WOD

Nánar um sýninguna á ensku