HEIMURINN EFTIR PANAMASKJÖLIN – Streymi


16-18

HEIMURINN EFTIR PANAMASKJÖLIN er umfjöllunarefni málþings sem Píratar boða til og haldið verður í Norræna húsinu mánudaginn 17. október kl 16:00-18:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 
Tungumál: Íslenska og enska 

Eva Joly fulltrúi franskra græningja á Evrópuþinginu og fyrrum ráðgjafi sérstaks saksóknara og Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður hjá Reykjavik Media verða með framsögu.

Pallborðsumræður verða að framsögum loknum og áheyrendum í sal gefst kostur á að bera upp spurningar. Í pallborði sitja þau Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Gagnsæi, samtökum sem berjast gegn spillingu og prófessor Lawrence Lessig, frá Harvard háskóla.

Birting Panamaskjalanna var einhver stærsti gagnaleki sögunnar og afhjúpaði heim sem flestum hefur verið hulinn til þessa. Vitað var að í skattaskjólum geyma menn fé, bæði í þeim tilgangi að sniðganga skattgreiðslur í heimalandinu og til þess að fela eignarhald. Í mörgum tilvikum er um llöglegt athæfi að ræða og engum að “þakka” öðrum en löggjafanum sem, á Íslandi og um víða veröld,  hefur hagað lagasetningu þannig að stórfyrirtækjum og auðmönnum er gert auðvelt að komast hjá skattgreiðslum og dylja eignarhald og eignatengsl. Hér er því ekki einungis um að ræða “hegðunarvanda” eða “brotavilja heldur kerfislægt vandamál.

Á málþinginu er ætlunin að varpa ljósi á þessi mál, frá sjónarhóli Panama skjalanna og fá fram umræður um hvaða grundvallar kerfisbreytingar þarf að gera til þess að tryggja að þjóðríkin fái eðlilegan arð af auðlindum sínum og böndum verði komið á fjármálageirann og skattabrellur og feluleiki með eignarhald fyrirtækja.
Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir, lögmaður og stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu.

Streymi

 

logo-fjolublar-bakgrunnur