Hafið – Blár vöxtur í norðri
09:00-12:00
Norðurlönd í fókus, sendiráð Noregs á Íslandi og utanríkisráðuneytið bjóða til málþings í tilefni dags Norðurlandanna þar sem málefni hafsins í norrænu samstarfi eru í brennidepli
Höfin eru órjúfanlegur hluti sögu, menningar, efnahags og umhverfis Norðurlandanna. Norðurlöndin reiða sig á hafið og auðlindir þess sem undirstöðu hagvaxtar, velferðar og vellíðanar, mismikið þó. Sjálfbær nýting og verndun hafsins og auðlinda þess eru forgangsmál bæði í innanríkis- og utanríkispólitík allra Norðurlandanna. Norðurlöndin eru vel meðvituð um að hafið er undir þrýstingi úr mörgum áttum og að þau vandamál verða eingöngu leyst í samvinnu þjóða. Norðurlöndin hafa þannig tekið forystu í málaflokknum alþjóðlega.
Málstofan mun fjalla um hafið í norrænni samvinnu út frá áherslunni um hafið í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Hafið er jafnframt áhersla í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, í samstarfi utanríkisráðherra Norðurlandanna (N5) og Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna (NB8) og í forsvari Íslands fyrir NB8 hópinn í Alþjóðabankanum.
Formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni eru um hafnir sem nýsköpunarvistkerfi, þ.m.t. orkuskipti, um baráttuna gegn plastmengun í hafinu og um þau tækifæri sem felast í bláa lífhagkerfinu.
Viðburðurinn er opinn öllum og ókeypis aðgangur.
Dagskrá:
09:00 – 09:15 Áhersla Íslands á verndun og sjálfbæra nýtingu hafsins (bláan vöxt)
Auðunn Atlason, sendiherra, Utanríkisráðuneytið
09:15-09:30 Ocean affairs in Norway’s foreign policy (EN)
Hilde Svartdal Lunde, Ambassador of Norway in Iceland
09:30 – 09:45 Hafið og framtíðin
Pétur Halldórsson, Ungir Umhverfissinnar
09:45 – 10:05 Hafnir og nýsköpun
- Blá nýsköpun – Elís Benediktsson, Norræna nýsköpunarmiðstöðin
- Orkuskipti í höfnum – Sigríður Ragna, Hafið – Center of Excellence
10:05 – 10:25 Bláa lífhagkerfið
- Blá lífiðjuver – Bryndís Björnsdóttir, MATÍS
- 100% fiskur – Þór Sigfússon, Íslenski sjávarklasinn
10:25 – 10:35 Hlé
10:35 – 10:55 Plastmengun og norrænar lausnir
- Plast í íslenskum höfum – Hrönn Ólína Jörundsdóttir, MATÍS
- Plastic in the Arctic and MaliNor – Lionel Camus, Fram Centre (EN)
10:55 – 11:15 Loftslagsbreytingar og hafið
- Loftslagsmál og hafið í utanríkispólitík Íslands – Jón Erlingur Jónasson, utanríkisráðuneytið
- Hafið og loftslagsbreytingar í stefnu Íslands í loftslagsmálum – Stefán Einarsson, Umhverfisráðuneytið
11:15– 11:55 Pallborð með spurningar & svör (EN)
Guðjón Brjánsson, formaður Íslandsdeildar Vestnorrænaráðsins opnar pallborðið.
Elís Benediktsson, Bryndís Björnsdóttir, Þór Sigfússon, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Lionel Camus, Pétur Halldórsson, e.a. fleiri
Fundarstjóri: Geir Oddsson, utanríkisráðuneytið
Í samstarfi formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, Norðurlöndin í fókus og sendiráðs Noregs í Reykjavík