Hægri-popúlismi og þjóðernishyggja í norrænum stjórnmálum


16:00-17:15

Norðurlönd í fókus og Háskólinn á Bifröst boða til opins fundar föstudaginn 20. janúar kl. 16-17:15 í sal Norræna hússins. Þar kynnir Eiríkur Bergmann nýtt fræðirit sitt Nordic Nationalism and Right-Wing Populist Politics þar sem fjallar er um hægri-popúlisma og þjóðernishyggju í norrænum stjórnmálum á undanförnum áratugum.

Pallborðsumræður eru að loknu erindi Eiríks. Þátttakendur í pallborðsumræðum, auk bókarhöfundar, eru: Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur, Hulda Þórisdóttir stjórnmálafræðingur og Jóna Sólveig Elínardóttir alþingismaður (C). Eftir fundinn fer fram móttaka þar sem bókarútgáfunni er fagnað.

Fundarstjóri er Bogi Ágústsson fréttamaður.

Dr. Eiríkur Bergmann er prófessor og forstöðumaður Evrópufræðaseturs við Háskólann á Bifröst. Hann hefur um langt skeið m.a. fengist við rannsóknir á þjóðernishyggju og popúlisma.

Fundurinn fer fram á íslensku, ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir.

Streymi

Bókin verður til sölu í Bóksölu stúdenta og einnig má kaupa rafrænt eintak á vefnum.

Skráðu þig í ókeypis áskrift á Streymi Norræna hússins hér.

 

 

Norðurlönd í fókus er verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem hófst 2001. Markmiðið er að miðla norrænni menningu og upplýsingum um það sem efst er á baugi hverju sinni í þjóðfélagsmálum á Norðurlöndum. Nánar