Hádegisfundur um þingkosningarnar í Noregi


12-13:30

Þingkosningar fara fram í Noregi mánudaginn 11. september. Í tilefni þess verður efnt til hádegisfundar um kosningarnar og norsk stjórnmál í Norræna húsinu, mánudaginn 4. september kl. 12-13:15.
Aðalræðumaður fundarins er norsk-íslenski blaðamaðurinn Mímir Kristjánsson.

Í kjölfar ræðu hans verður rætt um stöðuna í norskum stjórnmálum í pallborði. Þátttakendur í pallborði eru, auk Mímis: Björg Eva Erlendsdóttir, frkvstj. Vinstri grænna, Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Ungra Pírata og fyrrum framkvæmdastjóri Stúdentaþings Oslóarháskóla og Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri Vesturlands.

Fundarstjóri er Bogi Ágústsson, fréttamaður og formaður Norræna félagsins á Íslandi.

Fundurinn fer fram á ensku og íslensku.
Ókeypis og allir eru velkomnir.

Mímir Kristjánsson